Fermingar
til fyrirmyndar
Gætum að einstaklingsbundnum sóttvörnum á fermingardaginn
Öðruvísi
   öskudagur
Munum tveggja metra fjarlægð
Þvoum okkur um hendurnar
Forðumst óþarfa snertingu
Táknmál
Táknmál

Ferðalög til og á Íslandi

Bóluefni COVID-19

Ferðalög til og á Íslandi

Í örstuttu máli:

Fólk með gilt bólusetningarskýrteini eða vottorð um fyrri sýkingu, má koma til landsins.
Ónauðsynlegar ferðir útlendinga sem ekki eru bólusettir, frá há-áhættusvæðum, eru bannaðar.
Nánari upplýsingar eru hér að neðan.

Íbúum Íslands er eindregið ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til áhættusvæða vegna COVID-19 en Grænland og Færeyjar eru einu löndin í heiminum sem ekki teljast til áhættusvæða. Sérstakar reglur gilda um ferðalög til landsins og mikilvægt er að allir sem ferðast til Íslands kynni sér jafnframt gildandi sóttvarnarráðstafanir. Undanþága frá ferðatakmörkunum veitir ekki undanþágu frá sóttvarnarráðstöfunum. Nýjar reglur um landamærin gilda frá og með 27. apríl 2021.

Hverjir mega koma til Íslands?

Íslenskir ríkisborgarar og aðstandendur þeirra.
Fólk með fasta búsetu á Íslandi.
Íbúar EES/EFTA svæðisins.*
Ríkisborgarar Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkansins.*
Aðrir þurfa að sækja um undanþágur fyrirfram.*

*ATHUGIÐ að ónauðsynleg ferðalög útlendinga frá há-áhættulöndum eru óheimil. Hægt er að sækja um undanþágu frá ferðabanni á heimasíðu ríkislögreglustjóra. Bannið  á ekki við um útlendinga sem hafa fasta búsetu hér á landi, þ. á m. á grundvelli dvalarleyfis eða annars konar dvalar- eða búseturétti, aðstandendur íslenskra ríkisborgara og útlendinga sem búsettir eru hér á landi, útlendinga sem eru í nánu parasambandi, sem staðið hefur um lengri tíma, með íslenskum ríkisborgara eða útlendingi sem er löglega búsettur hér á landi, útlendinga sem geta framvísað vottorði um bólusetningu eða vottorði um að COVID-19 sýking sé afstaðin. Nánari upplýsingar um undanþágur má finna hér.

Helstu reglur á landamærum um sýnatöku og sóttkví frá og með 27. apríl 2021.

Allir ferðamenn skulu forskrá sig fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir.
Sýna vottorð. Sýna þarf vottorð um neikvætt PCR-próf gegn COVID-19 en skyndipróf (e. Rapid antigen test) eru ekki teking gild. Prófið skal hafa verið tekið innan við 72 tímum fyrir brottför á fyrsta legg ferðar. Farþegar með viðurkennt bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu þurfa ekki PCR-próf.
Allir þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins, líka börn, bólusettir og þeir sem hafa fengið COVID-19.
Allir eiga að fara í sóttkví en farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu þurfa einungis að vera í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða fæst úr sýnatökunni á landamærunum. Ef engin skilaboð berast innan 24 tíma er sýnið neikvætt.
Sýnataka og sóttkví: Þau sem ekki framvísa bólusetningarvottorði, eða vottorði um fyrri sýkingu, á landamærunum þurfa að halda fimm daga sóttkví og fara í aðra sýnatöku við lok hennar. Farþegar sem koma frá há-áhættusvæðum eru skyldaðir til að dvelja í sóttkvíarhóteli á meðan sóttkví stendur.
Farþegum frá öðrum löndum er heimilt að vera í heimasóttkví að því gefnu að húsnæðið uppfylli ákveðin skilyrði.
Mælt er með að ferðalangar hlaði niður smáforritinu Rakning C-19. Það er m.a. notað til að miðla neikvæðum niðurstöðum úr skimun og hjálpar til að rekja smit ef þörf krefur.

Kröfur til heimasóttkvíar: Þeir sem eru í sóttkví þurfa að vera í húsnæði sem uppfyllir skilyrði og umgengnisreglur samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Í því felst að einstaklingur skuli vera einn á dvalarstað en ef fleiri dveljast þar þurfa þeir jafnframt að sæta öllum sömu skilyrðum sóttkvíar. Þeir sem ekki geta dvalið í heimasóttkví sem uppfyllir skilyrði sóttvarnalæknis þurfa að dvelja í sóttvarnahúsi.

Brot á heimasóttkví: Gerist einstaklingur uppvís að því að brjóta heimasóttkví getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi.

Sóttvarnarhótel: Þeir sem ekki hafa tök á að vera í heimasóttkví og/eða kjósa frekar að dvelja í sóttvarnahúsi eiga kost á því. Farþegar frá há-áhættusvæðum erlendis eru skildaðir til að dvelja á sóttvarnarhótelinu. Dvölin er viðkomandi að kostnaðarlausu. Sérstakt tillit er tekið til barna í sóttvarnahúsum, s.s. vegna útiveru og annars aðbúnaðar.

Fara skal beint á sóttkvíarstað af landamærastöð með flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl. Ferðalöngum er bent á að hvíla sig yfir nótt á gistiheimili nálægt landamærastöð ef þeir eru þreyttir eða veður slæmt.

Sýnataka og sóttkví barna: Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Þau eru undanþegin skyldu til að framvisa neikvæðu PCR vottorði við komu. Ferðist barn með einstaklingi sem skylt er að sæta sóttkví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sóttkví ef síðara sýni úr samferðamanni er neikvætt. Ef samferðamaðurinn er undanþeginn tvöfaldri skimun og sóttkví er barnið það sömuleiðis. Barn sem ferðast eitt þarf að fara í sóttkví uns neikvæð niðurstaða berst úr sýnatöku á landamærunum.

Sérstakar varúðarráðstafanir

Ráðstafanir vegna falsaðra vottorða: Ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur hafi framvísað fölsuðu vottorði verður hann skyldaður í tvöfalda sýnatöku með sóttkví á milli.

Ef dvalartími er stuttur: Ferðamanni er skylt að forskrá brottfarardag frá Íslandi liggi hann fyrir. Ef dvalartími er skemmri en nemur áskildum tíma í sóttkví verður það kannað sérstaklega, enda hætt við að viðkomandi muni ekki fylgja reglum um sóttkví.

Núgildandi aðgerðir á landamærunum gilda til 31.5.2021

Í sóttkví

Það má

Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar
Nota flugrútu af flugvellinum
Einkabíl af flugvellinum
Leigubíl af flugvellinum
Fara til læknis en hringja fyrst

Það má ekki

Fara á ferðamannastaði
Fara á gosstöðvarnar
Vera í fjölmenni
Nota strætó, innanlandsflug og almenningssamgöngur
Fara í bíltúr
Fara í búðir eða á veitingastað
Búa í húsbíl/tjaldvagni
Dvelja á farfuglaheimili

Nánari leiðbeiningar um sóttkví í heimahúsi

Undanþágur frá reglum um skimun og sóttkví á landamærum

Undanþegnir tvöfaldri skimun og sóttkví eru farþegar sem:

Koma frá Grænlandi eða Færeyjum og hafa ekki dvalið utan þeirra landa undanfarna 14 daga.
Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa ekki að fara í skimun og sóttkví.
Tengifarþegar sem dvelja innan við 48 tíma á Íslandi en koma frá há-áhættusvæði verða að dvelja á sóttkvíarhóteli. Þeim er vísað á sóttkvíarhótel af landamæravörðum. Tengifarþegar sem koma frá öðrum svæðum eru ekki skyldaðir á sóttkvíarhótel en verða að vera í sóttkví.

Vottorð vegna undanþágu við landamærin þarf að uppfylla ákveðin skilyrði.

Undanþágur geta þeir fengið sem hafa staðfest með PCR- prófi eða mótefnamælingu að hafa áður fengið COVID-19 sýkingu. Ath. jákvætt PCR- próf þarf að vera að minnsta kosti 14 daga gamalt.

Þeir sem hafa gilt vottorð um fulla bólusetningu með viðurkenndu bóluefni gegn COVID-19.

Tvöföld skimun og sóttkví

Fyrri skimun er á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga samkvæmt leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi eða á sóttkvíarhóteli.

Listi yfir gististaði sem taka á móti gestum í sóttkví.

Það er ekki hægt að panta gistingu í Farsóttarhúsi eða á sóttkvíarhóteli á vegum stjórnvalda.

Seinni skimun er á heilsugæslustöðvum víðsvegar um landið og strikamerki er sent í farsíma kvöldið fyrir sýnatöku. Vinsamlega athugið mismunandi opnunartíma fyrir sýnatökur.

Jákvæð niðurstaða úr skimun leiðir alltaf til einangrunar og ber þá að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Greinist einstaklingur með afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi og/eða valda alvarlegri sjúkdómi er viðkomandi skilyrðislaust gert að dvelja í sóttvarnarhúsi. Einangrun í Farsóttarhúsi er gjaldfrjáls og tilvísun í höndum smitrakningarteymis og COVID-Göngudeildar Landspítala.

Vakin er athygli á því að brot á sóttkví eða einangrun getur leitt til sekta og aðkomu yfirvalda til að koma í veg fyrir brot.

Aðrar mikilvægar upplýsingar

Mælt er með því að fólk sem er á ferðalagi kynni sér ferðaráð stjórnvalda vegna COVID-19.

Íslendingar og íbúar á Íslandi sem lenda í vanda við heimkomu s.s. vegna ferðatakmarkana  geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytsins með tölvupósti á hjalp@utn.is, eða á Facebook. Fyrirspurnum er svarað á skrifstofutíma.

Í neyðartilvikum sem ekki þola bið er neyðarnúmer borgaraþjónustu opið allan sólarhringinn.

Helstu upplýsingar um réttindi fólks vegna ferðalaga er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Upplýsingar um persónuverndarstefnu varðandi sóttvarnarráðstafanir á landamærum.

Skilgreind hættusvæði – Ferðalög frá Íslandi

Mikilvægt er að kynna sér hvað gildir hverju sinni um skilgreind svæði með smitáhættu og reglur um för yfir landamæri. Reglulega er endurmetið hvort lönd falli undir áhættusvæði. Reglulega er uppfærður listi um svæði sem teljast há-áhættusvæði.

Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði.

Í örstuttu máli:

Fólk með gilt bólusetningarskýrteini eða vottorð um fyrri sýkingu, má koma til landsins.
Ónauðsynlegar ferðir útlendinga sem ekki eru bólusettir, frá há-áhættusvæðum, eru bannaðar.
Nánari upplýsingar eru hér að neðan.

Íbúum Íslands er eindregið ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til áhættusvæða vegna COVID-19 en Grænland og Færeyjar eru einu löndin í heiminum sem ekki teljast til áhættusvæða. Sérstakar reglur gilda um ferðalög til landsins og mikilvægt er að allir sem ferðast til Íslands kynni sér jafnframt gildandi sóttvarnarráðstafanir. Undanþága frá ferðatakmörkunum veitir ekki undanþágu frá sóttvarnarráðstöfunum. Nýjar reglur um landamærin gilda frá og með 27. apríl 2021.

Hverjir mega koma til Íslands?

Íslenskir ríkisborgarar og aðstandendur þeirra.
Fólk með fasta búsetu á Íslandi.
Íbúar EES/EFTA svæðisins.*
Ríkisborgarar Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkansins.*
Aðrir þurfa að sækja um undanþágur fyrirfram.*

*ATHUGIÐ að ónauðsynleg ferðalög útlendinga frá há-áhættulöndum eru óheimil. Hægt er að sækja um undanþágu frá ferðabanni á heimasíðu ríkislögreglustjóra. Bannið  á ekki við um útlendinga sem hafa fasta búsetu hér á landi, þ. á m. á grundvelli dvalarleyfis eða annars konar dvalar- eða búseturétti, aðstandendur íslenskra ríkisborgara og útlendinga sem búsettir eru hér á landi, útlendinga sem eru í nánu parasambandi, sem staðið hefur um lengri tíma, með íslenskum ríkisborgara eða útlendingi sem er löglega búsettur hér á landi, útlendinga sem geta framvísað vottorði um bólusetningu eða vottorði um að COVID-19 sýking sé afstaðin. Nánari upplýsingar um undanþágur má finna hér.

Helstu reglur á landamærum um sýnatöku og sóttkví frá og með 27. apríl 2021.

Allir ferðamenn skulu forskrá sig fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir.
Sýna vottorð. Sýna þarf vottorð um neikvætt PCR-próf gegn COVID-19 en skyndipróf (e. Rapid antigen test) eru ekki teking gild. Prófið skal hafa verið tekið innan við 72 tímum fyrir brottför á fyrsta legg ferðar. Farþegar með viðurkennt bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu þurfa ekki PCR-próf.
Allir þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins, líka börn, bólusettir og þeir sem hafa fengið COVID-19.
Allir eiga að fara í sóttkví en farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu þurfa einungis að vera í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða fæst úr sýnatökunni á landamærunum. Ef engin skilaboð berast innan 24 tíma er sýnið neikvætt.
Sýnataka og sóttkví: Þau sem ekki framvísa bólusetningarvottorði, eða vottorði um fyrri sýkingu, á landamærunum þurfa að halda fimm daga sóttkví og fara í aðra sýnatöku við lok hennar. Farþegar sem koma frá há-áhættusvæðum eru skyldaðir til að dvelja í sóttkvíarhóteli á meðan sóttkví stendur.
Farþegum frá öðrum löndum er heimilt að vera í heimasóttkví að því gefnu að húsnæðið uppfylli ákveðin skilyrði.
Mælt er með að ferðalangar hlaði niður smáforritinu Rakning C-19. Það er m.a. notað til að miðla neikvæðum niðurstöðum úr skimun og hjálpar til að rekja smit ef þörf krefur.

Kröfur til heimasóttkvíar: Þeir sem eru í sóttkví þurfa að vera í húsnæði sem uppfyllir skilyrði og umgengnisreglur samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Í því felst að einstaklingur skuli vera einn á dvalarstað en ef fleiri dveljast þar þurfa þeir jafnframt að sæta öllum sömu skilyrðum sóttkvíar. Þeir sem ekki geta dvalið í heimasóttkví sem uppfyllir skilyrði sóttvarnalæknis þurfa að dvelja í sóttvarnahúsi.

Brot á heimasóttkví: Gerist einstaklingur uppvís að því að brjóta heimasóttkví getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi.

Sóttvarnarhótel: Þeir sem ekki hafa tök á að vera í heimasóttkví og/eða kjósa frekar að dvelja í sóttvarnahúsi eiga kost á því. Farþegar frá há-áhættusvæðum erlendis eru skildaðir til að dvelja á sóttvarnarhótelinu. Dvölin er viðkomandi að kostnaðarlausu. Sérstakt tillit er tekið til barna í sóttvarnahúsum, s.s. vegna útiveru og annars aðbúnaðar.

Fara skal beint á sóttkvíarstað af landamærastöð með flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl. Ferðalöngum er bent á að hvíla sig yfir nótt á gistiheimili nálægt landamærastöð ef þeir eru þreyttir eða veður slæmt.

Sýnataka og sóttkví barna: Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Þau eru undanþegin skyldu til að framvisa neikvæðu PCR vottorði við komu. Ferðist barn með einstaklingi sem skylt er að sæta sóttkví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sóttkví ef síðara sýni úr samferðamanni er neikvætt. Ef samferðamaðurinn er undanþeginn tvöfaldri skimun og sóttkví er barnið það sömuleiðis. Barn sem ferðast eitt þarf að fara í sóttkví uns neikvæð niðurstaða berst úr sýnatöku á landamærunum.

Sérstakar varúðarráðstafanir

Ráðstafanir vegna falsaðra vottorða: Ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur hafi framvísað fölsuðu vottorði verður hann skyldaður í tvöfalda sýnatöku með sóttkví á milli.

Ef dvalartími er stuttur: Ferðamanni er skylt að forskrá brottfarardag frá Íslandi liggi hann fyrir. Ef dvalartími er skemmri en nemur áskildum tíma í sóttkví verður það kannað sérstaklega, enda hætt við að viðkomandi muni ekki fylgja reglum um sóttkví.

Núgildandi aðgerðir á landamærunum gilda til 31.5.2021

Í sóttkví

Það má

Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar
Nota flugrútu af flugvellinum
Einkabíl af flugvellinum
Leigubíl af flugvellinum
Fara til læknis en hringja fyrst

Það má ekki

Fara á ferðamannastaði
Fara á gosstöðvarnar
Vera í fjölmenni
Nota strætó, innanlandsflug og almenningssamgöngur
Fara í bíltúr
Fara í búðir eða á veitingastað
Búa í húsbíl/tjaldvagni
Dvelja á farfuglaheimili

Nánari leiðbeiningar um sóttkví í heimahúsi

Undanþágur frá reglum um skimun og sóttkví á landamærum

Undanþegnir tvöfaldri skimun og sóttkví eru farþegar sem:

Koma frá Grænlandi eða Færeyjum og hafa ekki dvalið utan þeirra landa undanfarna 14 daga.
Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa ekki að fara í skimun og sóttkví.
Tengifarþegar sem dvelja innan við 48 tíma á Íslandi en koma frá há-áhættusvæði verða að dvelja á sóttkvíarhóteli. Þeim er vísað á sóttkvíarhótel af landamæravörðum. Tengifarþegar sem koma frá öðrum svæðum eru ekki skyldaðir á sóttkvíarhótel en verða að vera í sóttkví.

Vottorð vegna undanþágu við landamærin þarf að uppfylla ákveðin skilyrði.

Undanþágur geta þeir fengið sem hafa staðfest með PCR- prófi eða mótefnamælingu að hafa áður fengið COVID-19 sýkingu. Ath. jákvætt PCR- próf þarf að vera að minnsta kosti 14 daga gamalt.

Þeir sem hafa gilt vottorð um fulla bólusetningu með viðurkenndu bóluefni gegn COVID-19.

Tvöföld skimun og sóttkví

Fyrri skimun er á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga samkvæmt leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi eða á sóttkvíarhóteli.

Listi yfir gististaði sem taka á móti gestum í sóttkví.

Það er ekki hægt að panta gistingu í Farsóttarhúsi eða á sóttkvíarhóteli á vegum stjórnvalda.

Seinni skimun er á heilsugæslustöðvum víðsvegar um landið og strikamerki er sent í farsíma kvöldið fyrir sýnatöku. Vinsamlega athugið mismunandi opnunartíma fyrir sýnatökur.

Jákvæð niðurstaða úr skimun leiðir alltaf til einangrunar og ber þá að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Greinist einstaklingur með afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi og/eða valda alvarlegri sjúkdómi er viðkomandi skilyrðislaust gert að dvelja í sóttvarnarhúsi. Einangrun í Farsóttarhúsi er gjaldfrjáls og tilvísun í höndum smitrakningarteymis og COVID-Göngudeildar Landspítala.

Vakin er athygli á því að brot á sóttkví eða einangrun getur leitt til sekta og aðkomu yfirvalda til að koma í veg fyrir brot.

Aðrar mikilvægar upplýsingar

Mælt er með því að fólk sem er á ferðalagi kynni sér ferðaráð stjórnvalda vegna COVID-19.

Íslendingar og íbúar á Íslandi sem lenda í vanda við heimkomu s.s. vegna ferðatakmarkana  geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytsins með tölvupósti á hjalp@utn.is, eða á Facebook. Fyrirspurnum er svarað á skrifstofutíma.

Í neyðartilvikum sem ekki þola bið er neyðarnúmer borgaraþjónustu opið allan sólarhringinn.

Helstu upplýsingar um réttindi fólks vegna ferðalaga er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Upplýsingar um persónuverndarstefnu varðandi sóttvarnarráðstafanir á landamærum.

Skilgreind hættusvæði – Ferðalög frá Íslandi

Mikilvægt er að kynna sér hvað gildir hverju sinni um skilgreind svæði með smitáhættu og reglur um för yfir landamæri. Reglulega er endurmetið hvort lönd falli undir áhættusvæði. Reglulega er uppfærður listi um svæði sem teljast há-áhættusvæði.

Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði.

Forgangshóparnir eru tíu

Samkvæmt reglugerð nr. 1198/2020 hefur sóttvarnalæknir í samráði við heilbrigðisráðherra ákveðið hvaða hópar munu njóta forgangs við bólusetningu við COVID-19.

Bólusetning vegna COVID-19 hófst á Íslandi þriðjudaginn 29.desember 2020. Hér er hægt að fylgjast með stöðunni á bólusetningu á Íslandi.

Í þessari viku verður áfram verður bólusett í elstu aldurshópum, einstaklinga yfir 70 ára og framlínustarfsmenn. Að þessu sinni er einnig verið að bólusetja þá einstaklinga yngri er 70 ára með undirliggjandi áhættuþætti.

Sóttvarnalækni er heimilt að víkja frá neðangreindri forgangsröðun ef nauðsynlegt er, svo sem vegna stöðu faraldursins hverju sinni eða tegund bóluefnis, en skal taka mið af þeirri forgangsröðun sem kveðið er á um í reglugerðinni.

Þeir sem hafa fengið staðfest COVID-19 með PCR greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu.

Hópur 1
Heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa Landspítala og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Hópur 2
Heilbrigðisstarfsfólk á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19.
Hópur 3
Einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa.
Hópur 4
Sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, starfsmenn slökkviliðsins, fangaverðir, útkalls lögreglumenn.
Hópur 5
Heilbrigðisstarfsfólk sem sinna sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að fái bólusetningu.
Hópur 6
60 ára og eldri.
Hópur 7
Einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi.
Hópur 8
Starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu.
Hópur 9
Einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna.
Hópur 10
Allir aðrir sem óska bólusetningar.

Hvernig verður skipulag bólusetningarinnar?

Boðun og skráning

Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir í bólusetningu með skilaboðum frá heilsugæslustöðvum (t.d. með SMS-skilaboðum eða með skilaboðum á Heilsuveru) þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.

Þeir aðilar sem ekki hafa tök á að taka við rafrænum boðum í gegnum Heilsuveru eða öðrum rafrænum aðferðum munu fá boð eftir öðrum leiðum. Slíkt verður auglýst betur síðar.

Embætti landlæknis hefur þróað tölvukerfi sem mun styðja við bólusetningar. Í kerfinu er haldið utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólks, auk eftirlits með að hver og einn einstaklingur sé fullbólusettur. Þannig heldur kerfið utan um feril bólusetninga og skráir beint inn í bólusetningargrunn sóttvarnalæknis.

Starfsfólk og sjúklingar á sjúkrahúsum verða bólusettir á sjúkrahúsum. Íbúar og starfsmenn hjúkrunarheimila og sambýla verða bólusettir á heimilum. Upplýsingar um staðsetningu bólusetninga fyrir aðra hópa verða birtar þegar það liggur fyrir hvenær hægt verður bólusetja þá.

  • Einstaklingar verða boðaðir í bólusetningu skv. forgangslista.
  • Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.
  • Tölvukerfi heldur utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni, skráningu og eftirlit með að einstaklingur hafi verið bólusettur að fullu.
  • Bóluefni verður dreift til afhendingastaða á landinu þar sem heilsugæslan ber ábyrgð á framkvæmd bólusetninga á þjónustusvæði sínu.
  • Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir með skilaboðum í Heilsuveru þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta.
  • Staðsetning bólusetninga fyrir aðra hópa verður kynnt þegar liggur fyrir hvenær þeir fá bólusetningu.
  • Að öllu jöfnu þarf að bólusetja einstaklinga tvisvar með sama bóluefninu með 3 vikna millibili, eftir leiðbeiningum framleiðanda.
  • Aukaverkanir. Almenningur og heilbrigðisstarfsfólk getur tilkynnt um aukaverkanir af völdum bóluefnis á vef Lyfjastofnunnar.