Táknmál
Táknmál

Ferðalög til og á Íslandi

Farþegar sem koma til Íslands frá og með 19. ágúst geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa hvorki að fara í sóttkví eða í sýnatöku.

Fyrir brottför

Ferðatakmarkanir. Landamæri Íslands eru opin íbúum og ríkisborgurum EES og Sviss en Ísland fylgir ferðatakmörkunum á ytri landamærum Schengen-svæðisins, sem nú eru í gildi.
Forskráning. Forskráning vegna komu til Íslands. Öllum farþegum ber að fylla út skráningarform, fara eftir sóttvarnareglum og þeir eru hvattir til að hlaða niður smáforritinu, Rakning C-19. Forskráning er ekki ferðaheimild.
Rakning C-19 appið. Appið er notað til að miðla neikvæðum niðurstöðum úr skimun og hjálpar við að rekja smit ef þörf krefur. Rakning C-19 appið - upplýsingar og leiðbeiningar

Landamæraskimun og sóttkví

Fyrri skimun er á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga samkvæmt leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi eða leiðbeiningum um sóttkví fyrir fólk sem heimsækir Ísland.

Gjald fyrir sýnatöku á landamærum verður óbreytt frá því sem verið hefur, þ.e. 9.000 kr. hafi viðkomandi greitt gjaldið við forskráningu fyrir komuna til landsins en 11.000 kr. ef greitt er á landamærum.

Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar fyrir skimunarferlið, þ.e. hvað tekur við eftir komu til landsins.

Helstu atriði sem þarf að hafa í huga í sóttkví:

Það sækja brýna heilbrigðisþjónustu að höfðu samráði fyrirfram við næstu heilsugæslu, Læknavakt/1700, neyðarlínu/112 eða +354 544 4113 sé hringt úr erlendu símanúmeri.
Það fara í gönguferðir á fáförnum stöðum en skal halda a.m.k. 2 m fjarlægð frá öðrum vegfarendum.
Það má ekki umgangast aðra en þá sem deila heimilinu og gæta skal fyllsta hreinlætis og reyna að halda a.m.k. 2 m fjarlægð í samskiptum við annað heimilisfólk.
Það má ekki nota almenningssamgöngur (innanlandsflug, strætisvagna, hópferðabíla) eingöngu leigubíla, bílaleigubíla eða einkabíl.
Það má ekki fara á veitingastaði, krár eða mannamót af neinu tagi, svo sem sundlaugar, kvikmyndahús, leikhús, verslanir eða aðra staði þar sem margir koma saman.
Það má ekki sinna erindum eða versla sjálf/ur, þ. á m. í apótek, matvöruverslun, pósthús, banka eða annað. Netverslanir og veitingastaðir bjóða sumstaðar upp á heimsendingu.
Það má ekki fara til vinnu eða skóla.
Það má ekki fara í skoðunarferðir og ekki keyra langar vegalengdir, nema milli landamærastöðvar og endanlegs sóttkvíarstaðar ef hann er í öðrum landshluta.

Seinni skimun og sóttkví fram að niðurstöðu

Seinni skimun fer fram á heilsugæslustöðum og hægt er að fara í skimun víðs vegar um landið. Vinsamlegast athugið mismunandi opnunartíma. Sóttkví er aflétt þegar neikvæð niðurstaða fæst úr seinni skimun.

Jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar og ber þá að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Greining, meðferð og eftirlit tilkynningarskyldra sjúkdóma, þar með talið COVID-19, er sjúklingi að kostnaðarlausu. Þetta á ekki við um valkvæða sýnatöku vegna COVID-19. Seinni sýnatakan er gjaldfrjáls.

Neikvæð niðurstaða úr landamæraskimun kemur ekki í veg fyrir að einstaklingur verði að fara í sóttkví ef í ljós kemur að hann hefur verið útsettur fyrir smiti, s.s. vegna þess að smitaður einstaklingur sat nálægt honum í flugvél. Þeir sem lenda óvænt í sóttkví og hafa ekki aðgang að sóttkvíarstað geta nýtt sér opinber sóttvarnarhús.

Í boði er listi yfir gististaði sem taka á móti gestum í sóttkví.

Vakin er athygli á því að brot á sóttkví eða einangrun geti leitt til sekta og aðkomu yfirvalda til að koma í veg fyrir brot.

Aðrar mikilvægar upplýsingar

Mælt er með því að fólk sem er á ferðalagi kynni sér ferðaráð stjórnvalda vegna COVID-19.

Mikilvægt er að fólk sem á í erfiðleikum með að komast burtu þaðan sem það er statt hafi samband við borgaraþjónustuna með tölvupósti á netfangið hjalp@utn.is eða með skilaboðum á Facebook. Í neyð er hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, 545 0112. Þar eru veittar upplýsingar allan sólarhringinn.

Helstu upplýsingar um réttindi fólks vegna ferðalaga er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Svo má ekki gleyma að gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni.