Fermingar
til fyrirmyndar
Gætum að einstaklingsbundnum sóttvörnum á fermingardaginn
Almenn
fjöldatakmörkun 50
Starfsemi
sem krefst nándar
Trú- og
lífsskoðunarfélög
200
Öku- og
flugkennsla
Sundstaðir
75%
Líkamsræktar-
stöðvar 75%
Íþróttastarf
50
Veitingahús
50
Skemmtistaðir
50
Krár
50
Spilakassar
50
Spilasalir
50
Sitjandi
áhorfendur
200
Söfn
200
Sviðslistir
200
Matvöruverslanir
200
Lyfjaverslanir
200
Aðrar verslanir
200
Opið með takmörkunum
Frá 24. febrúar til og með 17. mars 2021
Öðruvísi
   öskudagur
Munum tveggja metra fjarlægð
Þvoum okkur um hendurnar
Forðumst óþarfa snertingu
Táknmál
Táknmál

Einangrun

Bóluefni COVID-19

Einangrun

Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda. Þá þarftu að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi og vera heima eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Á meðan þú ert í einangrun mun heilbrigðisstarfsfólk vera í reglulegu sambandi við þig. Fleiri en einn sem greinst hafa með smit mega dveljast saman í einangrun.

Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda um sóttkví.

Annað heimilisfólk getur verið í sóttkví á sama stað ef það vill ekki fara af heimilinu. En þá þarf að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er, helst að halda sig tveggja metra fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tímann sem annað heimilisfólk þarf að vera í sóttkví.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Hvernig er einangrun aflétt eftir COVID-19 sýkingu?

Ákvörðun hefur verið tekin af Covid göngudeild, smitsjúkdómalæknum Landspítala og sóttvarnalækni að almennt hraustir einstaklingar með engin eða væg einkenni geti útskrifast úr einangrun ef komnir eru a.m.k. 10 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni og þeir hafa verið alveg einkennalausir í a.m.k. 3 daga. Hverjir uppfylli þessi skilyrði er metið af Covid göngudeild í hverju tilfelli.

Læknar COVID-19-teymis Landspítala sjá um útskriftarsímtöl fyrir fólk sem útskrifast úr einangrun.

Sérstök tilvik

Einkennalausir einstaklingar: Krafist er að einstaklingur hafi verið hitalaus og laus við slappleika/veikindatilfinningu, hósta, mæði og nefrennsli í viku eða 14 daga frá jákvæðu prófi.

Sambýlisfólk í sóttkví og einangrun saman: Aflétta má sóttkví sambýlismanna þess sem var í einangrun þegar liðnir eru 14 dagar frá seinustu útsetningu (bein snerting, náin umgengni, deilt salerni, nálægð undir 1–2 m í 15 mín. eða meira) þeirra fyrir veika einstaklingnum. Sambýlisfólk á við alla á sama heimili, einnig börn.

Sambýlisfólk allt í einangrun saman: Þegar fyrsta einstaklingnum í hópnum batnar, er hægt að leysa hann úr einangrun (sbr. að ofan) með því skilyrði að hinir veiku verði áfram í einangrun gagnvart hinum læknaða og öðrum. Ef ekki er hægt að aðskilja hinn læknaða frá hinum sem ennþá eru veikir, verður að hafa þá alla saman og er þá einangrun ekki aflétt fyrr en sá seinasti útskrifast úr einangrun. Mikilvægt er að allt heimilisfólk þrífi sig og heimili vel áður en einangrun er aflétt. Sambýlisfólk á við alla á sama heimili, einnig börn

Heilbrigðisstarfsfólk: Sömu reglur og um aðra, þarf þó að huga að verkefnum viðkomandi þegar hann snýr aftur til starfa (viðkvæmir hópar). Læknir og yfirmaður meta hvert tilfelli fyrir sig.

Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda. Þá þarftu að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi og vera heima eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Á meðan þú ert í einangrun mun heilbrigðisstarfsfólk vera í reglulegu sambandi við þig. Fleiri en einn sem greinst hafa með smit mega dveljast saman í einangrun.

Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda um sóttkví.

Annað heimilisfólk getur verið í sóttkví á sama stað ef það vill ekki fara af heimilinu. En þá þarf að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er, helst að halda sig tveggja metra fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tímann sem annað heimilisfólk þarf að vera í sóttkví.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Hvernig er einangrun aflétt eftir COVID-19 sýkingu?

Ákvörðun hefur verið tekin af Covid göngudeild, smitsjúkdómalæknum Landspítala og sóttvarnalækni að almennt hraustir einstaklingar með engin eða væg einkenni geti útskrifast úr einangrun ef komnir eru a.m.k. 10 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni og þeir hafa verið alveg einkennalausir í a.m.k. 3 daga. Hverjir uppfylli þessi skilyrði er metið af Covid göngudeild í hverju tilfelli.

Læknar COVID-19-teymis Landspítala sjá um útskriftarsímtöl fyrir fólk sem útskrifast úr einangrun.

Sérstök tilvik

Einkennalausir einstaklingar: Krafist er að einstaklingur hafi verið hitalaus og laus við slappleika/veikindatilfinningu, hósta, mæði og nefrennsli í viku eða 14 daga frá jákvæðu prófi.

Sambýlisfólk í sóttkví og einangrun saman: Aflétta má sóttkví sambýlismanna þess sem var í einangrun þegar liðnir eru 14 dagar frá seinustu útsetningu (bein snerting, náin umgengni, deilt salerni, nálægð undir 1–2 m í 15 mín. eða meira) þeirra fyrir veika einstaklingnum. Sambýlisfólk á við alla á sama heimili, einnig börn.

Sambýlisfólk allt í einangrun saman: Þegar fyrsta einstaklingnum í hópnum batnar, er hægt að leysa hann úr einangrun (sbr. að ofan) með því skilyrði að hinir veiku verði áfram í einangrun gagnvart hinum læknaða og öðrum. Ef ekki er hægt að aðskilja hinn læknaða frá hinum sem ennþá eru veikir, verður að hafa þá alla saman og er þá einangrun ekki aflétt fyrr en sá seinasti útskrifast úr einangrun. Mikilvægt er að allt heimilisfólk þrífi sig og heimili vel áður en einangrun er aflétt. Sambýlisfólk á við alla á sama heimili, einnig börn

Heilbrigðisstarfsfólk: Sömu reglur og um aðra, þarf þó að huga að verkefnum viðkomandi þegar hann snýr aftur til starfa (viðkvæmir hópar). Læknir og yfirmaður meta hvert tilfelli fyrir sig.

Forgangshóparnir eru tíu

Samkvæmt reglugerð nr. 1198/2020 hefur sóttvarnalæknir í samráði við heilbrigðisráðherra ákveðið hvaða hópar munu njóta forgangs við bólusetningu við COVID-19.

Bólusetning vegna COVID-19 hófst á Íslandi þriðjudaginn 29.desember 2020. Hér er hægt að fylgjast með stöðunni á bólusetningu á Íslandi.

Í þessari viku fá þeir sem fyrst voru bólusettir seinni bólusetninguna og einnig verður bólusett í elstu aldurshópunum, þá sem þurfa mesta þjónustu. Áfram verður bólusett í elstu aldurshópum, einstaklinga yfir 70 ára og framlínustarfsmenn. Að þessu sinni er einnig verið að bólusetja þá einstaklinga yngri er 70 ára með undirliggjandi áhættuþætti.

Sóttvarnalækni er heimilt að víkja frá neðangreindri forgangsröðun ef nauðsynlegt er, svo sem vegna stöðu faraldursins hverju sinni eða tegund bóluefnis, en skal taka mið af þeirri forgangsröðun sem kveðið er á um í reglugerðinni.

Þeir sem hafa fengið staðfest COVID-19 með PCR greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu.

Hópur 1
Heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa Landspítala og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Hópur 2
Heilbrigðisstarfsfólk á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19.
Hópur 3
Einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa.
Hópur 4
Sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, starfsmenn slökkviliðsins, fangaverðir, útkalls lögreglumenn.
Hópur 5
Heilbrigðisstarfsfólk sem sinna sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að fái bólusetningu.
Hópur 6
60 ára og eldri.
Hópur 7
Einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi.
Hópur 8
Starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu.
Hópur 9
Einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna.
Hópur 10
Allir aðrir sem óska bólusetningar.

Hvernig verður skipulag bólusetningarinnar?

Boðun og skráning

Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir í bólusetningu með skilaboðum frá heilsugæslustöðvum (t.d. með SMS-skilaboðum eða með skilaboðum á Heilsuveru) þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.

Þeir aðilar sem ekki hafa tök á að taka við rafrænum boðum í gegnum Heilsuveru eða öðrum rafrænum aðferðum munu fá boð eftir öðrum leiðum. Slíkt verður auglýst betur síðar.

Embætti landlæknis hefur þróað tölvukerfi sem mun styðja við bólusetningar. Í kerfinu er haldið utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólks, auk eftirlits með að hver og einn einstaklingur sé fullbólusettur. Þannig heldur kerfið utan um feril bólusetninga og skráir beint inn í bólusetningargrunn sóttvarnalæknis.

Starfsfólk og sjúklingar á sjúkrahúsum verða bólusettir á sjúkrahúsum. Íbúar og starfsmenn hjúkrunarheimila og sambýla verða bólusettir á heimilum. Upplýsingar um staðsetningu bólusetninga fyrir aðra hópa verða birtar þegar það liggur fyrir hvenær hægt verður bólusetja þá.

  • Einstaklingar verða boðaðir í bólusetningu skv. forgangslista.
  • Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.
  • Tölvukerfi heldur utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni, skráningu og eftirlit með að einstaklingur hafi verið bólusettur að fullu.
  • Bóluefni verður dreift til afhendingastaða á landinu þar sem heilsugæslan ber ábyrgð á framkvæmd bólusetninga á þjónustusvæði sínu.
  • Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir með skilaboðum í Heilsuveru þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta.
  • Staðsetning bólusetninga fyrir aðra hópa verður kynnt þegar liggur fyrir hvenær þeir fá bólusetningu.
  • Að öllu jöfnu þarf að bólusetja einstaklinga tvisvar með sama bóluefninu með 3 vikna millibili, eftir leiðbeiningum framleiðanda.
  • Aukaverkanir. Almenningur og heilbrigðisstarfsfólk getur tilkynnt um aukaverkanir af völdum bóluefnis á vef Lyfjastofnunnar.