Táknmál
Táknmál

Rakning c-19 appið

Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum til áhættusvæða en öll lönd og svæði erlendis að undanskildu Grænlandi eru nú skilgreind sem áhættusvæði vegna COVID-19. Ef ferðalög erlendis eru talin nauðsynleg þá eru mörg ríki sem óska eftir neikvæðu COVID-19 prófi. Misjafnt er eftir áfangastöðum hvort farið er fram á PCR-próf (sýnatökupróf) eða hvort skyndipróf (e. rapid antigen test) duga.

Sýnataka einkennalausra vegna ferðalaga til útlanda.

Skyndipróf

COVID-19 skyndipróf (e. Rapid antigen test) er hægt að fá bæði á Suðurlandsbraut og í Keflavík.  Þau gefa niðurstöðu á 15 - 45 mínútum. Greitt er fyrir prófin um leið og gengið er frá tímapöntun.

PCR-próf

Ef þú ætlar að ferðast og þarft neikvætt PCR próf verður þú að skipuleggja sýnatöku með það í huga að vottorðið sé komið tímalega fyrir ferð. Sýnatöku og vottorð á pappír er greitt sérstaklega þar sem ekki er um að ræða sóttvarnaráðstöfun.

Á höfuðborgarsvæðinu: Þú skráir þig og greiðir rafrænt og vottorðin eru send rafrænt með tölvupósti. Vanti þig vottorð á pappír með stimpli þá skaltu hafa samband við heilsugæslustöð og greiða sérstaklega fyrir vottorðið þar.

Á landsbyggðinni: Ef óskað er eftir slíku þá þarf að hafa samband við heilsugæslustöð sem sér um að taka sýni ferðamanna, sem ekki eru með einkenni sem benda til COVID-19.

Taka skal fram hvenær ferð er fyrirhuguð, til að hægt sé að skipuleggja tímasetningu sýnatöku.
Taka verður fram hvernig vottorð þarf.  
Hægt er að fá vottorð á íslensku eða ensku send rafrænt í heilsuveru eða sækja útprentuð vottorð á heilsugæslustöð.  
Gengið er frá greiðslum þegar sýnataka er pöntuð.

Sýnatakan sjálf er eins og aðrar sýnatökur vegna COVID-19

Sýnatökur fara fram á Suðurlandsbraut 34, jarðhæð, og á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni.
Væntanlegir ferðamenn fá strikamerki í farsíma og jafnframt tíma fyrir sýnatöku.  
Til að geta sinnt sóttvarnareglum á sýnatökustað er mælst til þess að mætt sé á uppgefnum tíma.  
Sýnatökur ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berast innan 24 klukkustunda.
Allir sem fara í sýnatöku fá sjálfvirkt svar á Mínum síðum heilsuveru

Einkennalausir einstaklingar sem þurfa ekki skimun vegna reglna sóttvarnalæknis greiða samkvæmt gjaldskrá og reglugerð.

Þau sem koma í aukaskimun greiða fyrir komu, skimun og vottorð. Þetta eru einstaklingar sem eru ekki með einkenni sem geta bent til COVID-19 og þurfa skimun af öðrum ástæðum en vegna reglna um sóttvarnir á Íslandi.

Skyndipróf

Auk PCR-prófa bjóða Heilsugæslan og Öryggismiðstöðin upp á svokölluð COVID-19 skyndipróf (e. Rapid antigen test) sem gefa niðurstöðu á 15 mínútum. Mikilvægt er eftir sem áður að athuga kröfurnar í því landi sem á að heimsækja varðandi hvernig próf er valið.

Ferðalög erlendis

Gefnar hafa verið út ráðleggingar fyrir Íslendinga á ferð erlendis. Þar er fjallað um notkun hlífðargríma, sýkingavarnir sem hver og einn þarf að viðhafa, ekki hvað síst erlendis og hvað skal gera við heimkomu.

Mjög mikilvægt er að ferðast ekki ef einkenni um smit eru til staðar. Æskilegt er að hver og einn kanni, áður en lagt er í ferð, hvaða reglur gilda í því landi sem farið er til með því að kynna sér ferðaráð utanríkisráðuneytisins.

Við heimkomu til Íslands er bæði hægt að sýna vottorð um staðfesta COVID-19 sýkingu frá Íslandi, vottorð um bólusetningu á Íslandi og sambærileg vottorð samkvæmt leiðbeiningum frá sóttvarnalækni.

Aðstoð borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins

Íslendingar sem lenda í vanda við heimkomu s.s. vegna ferðatakmarkana  geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með tölvupósti á hjalp@utn.is, eða á Facebook. Fyrirspurnum er svarað á skrifstofutíma.

Í neyðartilvikum sem ekki þola bið er neyðarnúmer borgaraþjónustu opið allan sólarhringinn.

Helstu upplýsingar um réttindi ferðafólks vegna COVID-19 er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Skilgreind hættusvæði

Mikilvægt er að kynna sér hvað gildir hverju sinni um skilgreind svæði með smitáhættu og reglur um för yfir landamæri.
Reglulega er endurmetið hvort lönd falli undir áhættusvæði.

Ferðalög frá Íslandi
Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði.

Íbúum Íslands er eindregið ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til áhættusvæða vegna COVID-19. Sérstakar reglur gilda um ferðalög til landsins.

EES/EFTA-borgurum og ríkisborgurum Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins er heimilt að koma til landsins án þess að þurfa að sýna fram á sérstakar undanþágur.
Ríkisborgurum þriðju ríkja er enn óheimilt að koma til landsins nema uppfylla þær undanþágur sem eru tilgreindar í reglugerð um för yfir landamæri. Athugið að frá 1. janúar 2021 teljast Bretar til ríkisborgara þriðju ríkja.
Farþegar sem koma til Íslands og eru ekki með vottorð um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu þurfa að fylgja mismunandi reglum eftir komuna til landsins eftir því hvaðan þeir koma.
Einungis Grænland telst til öruggra svæða en öll önnur lönd til áhættusvæða.
Mælt er með því að fólk sem er á ferðalagi kynni sér ferðaráð stjórnvalda vegna COVID-19.
Athugið: Frá og með 31. maí 2021, verður ekki skylda að dvelja í sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæðum. Sóttvarnahús verða þó áfram notuð fyrir einstaklinga í sóttkví og eiga ekki samastað á Íslandi eða geta ekki eða vilja ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum.

Nýjar reglur um landamærin gilda til 1. júlí 2021.

Upplýsingar um reglur á landamærunum má finna hér: 

Koma með vottorð um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu COVID-19
Koma frá öruggu svæði
Koma frá áhættusvæði
Tengifarþegar

Aðrar mikilvægar upplýsingar

Íslendingar og íbúar á Íslandi sem lenda í vanda við heimkomu s.s. vegna ferðatakmarkana  geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytsins með tölvupósti á hjalp@utn.is, eða á Facebook. Fyrirspurnum er svarað á skrifstofutíma.

Í neyðartilvikum sem ekki þola bið er neyðarnúmer borgaraþjónustu opið allan sólarhringinn.

Helstu upplýsingar um réttindi fólks vegna ferðalaga er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Upplýsingar um persónuverndarstefnu varðandi sóttvarnarráðstafanir á landamærum.

Á vef Stjórnarráðsins má sjá spurt og svarað um sóttvarnarráðstafanir á landamærunum.

Með vorinu koma fermingarnar og í ár geta trú- og lífsskoðunarfélög haft athafnir fyrir allt að 30 manns. Um veislur gilda þó aðrar reglur og núverandi takmarkanir á samkomum leyfa 10 einstaklingum að koma saman. Þær gilda til og með 15. apríl nk. Börn fædd eftir 2015 eru undanskilin og einnig ættingjar og vinir sem vitað er að hafi fengið COVID-19. Fermingarveislur verða því mögulega að vera skipulagðar með öðrum hætti en tíðkast hefur.

Hér eru nokkur atriði sem innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að halda veislu með sóttvarnir í fyrirrúmi.

Skiptum veislugestum í hópa sem eru innan fjöldatakmarkanna og höldum aðskildar veislur fyrir hópana
Látum gesti vita um boðið með góðum fyrirvara svo þeir hafi tækifæri til að fara varlega dagana fyrir boðið
Verndum viðkvæma einstaklinga
Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir
Fylgjumst með þróun faraldursins og takmörkunum og bregðumst við ef þörf krefur
Sýnum varúð í ferðalögum milli landshluta
Tryggjum nándarmörk og einstaklingsbundnar smitvarnir

Veislan sjálf

Höfum handspritt víða aðgengilegt í veislunni
Gætum vel að sóttvörnum og höfum handspritt á hlaðborðinu
Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma
Hugum að loftræstingu og loftum út á meðan á boðinu stendur
Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega
Takmörkum sameiginlega snertifleti og þrífum þá oft og reglulega
Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá
Takmörkum fjölda fólks þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn
Takmörkum notkun á sameiginlegum áhöldum, svo sem tertuhnífum, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis
Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauservíettur

Gisting

Algengt er að vinir og/eða fjölskyldumeðlimir ferðist á milli landshluta til að gleðjast með fermingarbörnunum. Mikilvægt er að vera búin að gera ráðstafanir ef gestir og/eða heimilisfólk veikjast af COVID-19 á meðan heimsókn stendur. Við þurfum að huga að sóttkví, einangrun, heilbrigðisþjónustu og ferðalaginu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gistum að heiman eða fáum sjálf gesti þurfum við að huga vel að sóttvörnum, sérstaklega ef einhver er í áhættuhópi.

Í ferðalaginu

Notum grímu á meðan á ferðalaginu stendur
Forðumst að snerta grímuna, augu, nef og munn
Höldum fjarlægð frá öðru fólki
Þvoum okkur oft um hendur og/eða notum handspritt

Líkt og á öðrum tímum þurfum við að huga að persónulegum sóttvörnum

Þvoum hendur reglulega
Virðum nálægðarmörkin
Loftum reglulega út
Notum andlitsgrímur þegar við á
Þrífum snertifleti reglulega

Áríðandi er að við verndum viðkvæma einstaklinga og gleðjumst gætilega

Gerum okkur dagamun í nærumhverfinu

Höldum upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.

Mætum í búningum

Brjótum upp á hversdagsleikann með því  að mæta öll í búningum. Ungir sem aldnir.

Endurvekjum gamlar hefðir

Nú er tækifæri að endurvekja gamlar öskudagshefðir eins og að búa til öskudagspoka og slá köttinn úr tunnunni. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu.

Syngjum fyrir sælgæti

Ef hefð er fyrir því að ganga á milli húsa eða fyrirtækja í hverfinu væri upplagt að foreldrafélög tækju upp á sína arma að halda utan um hvar sé hægt að koma og syngja fyrir nammi. Athugið að gæta fyllstu sóttvarna og gefið aðeins sérinnpakkað sælgæti.

Jólakúlujól 2020

Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Fyrir marga verður þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman, þó ekki fleiri en 10 saman, því samkvæmt þeim reglum sem við fylgjum til 12. janúar þá mega ekki fleiri vera í hverri jólakúlu. Því er ljóst að þessi jól verði mögulega lágstemmdari og með breyttu sniði fyrir marga. Athygli er vakin á því að börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með í þessari tölu og ekki heldur þeir sem hafa fengið COVID-19.

Hér eru nokkur atriði sem innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar.

Eigum góðar stundir í okkar jólakúlu
Verndum viðkvæma hópa
Njótum rafrænna samverustunda
Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu okkar
Veljum jólavini (okkar jólakúlu)
Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi
Verslum á netinu ef hægt er 
Verum tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla
Kaupum máltíðir á veitingastöðum og tökum með heim
Sýnum varúð í ferðalögum milli landshluta
Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir.

Heimboð og veitingar

Látum gesti vita um boðið með góðum fyrirvara svo þeir hafi tækifæri til að fara varlega dagana fyrir boðið.
Fylgjumst með þróun faraldursins.
Virðum fjöldatakmarkanir og tryggjum nándarmörk og einstaklingsbundnar smitvarnir.
Forðumst samskotsboð („pálínuboð") og hlaðborð.
Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma.
Hugum að loftræstingu og loftum út á meðan á boðinu stendur.
Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega.
Takmörkum sameiginlega snertifleti og þrífum þá oft og reglulega. 
Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá.
Takmörkum fjölda fólks í eldhúsinu eða þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn.
Takmörkum notkun á sameiginlegum áhöldum, svo sem tertuhnífum, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis.
Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauservíettur.
Forðumst söng og hávært tal, sérstaklega innandyra.

Gisting

Algengt er að vinir og/eðafjölskyldumeðlimir dvelji saman yfir hátíðirnar á sama heimili. Mikilvægt er að vera búin að gera ráðstafanir ef gestir og/eða heimilisfólk veikjast af COVID-19 á meðan heimsókn stendur. Við þurfum að huga að sóttkví, einangrun,heilbrigðis­þjónustu og ferðalaginu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gistum að heiman eða fáum sjálf gesti yfir hátíðirnar þurfum við að huga vel að sóttvörnum, sérstaklega ef einhver er í áhættuhópi.

Ferðalög til og á Íslandi

Jólin eru ferðatími. Áður en við ferðumst á milli staða og hittum fólk þurfum við að velta fyrir okkur eftirfarandi atriðum.

Eru einhver tilmæli eða takmarkanir í gildi vegna ferðalaga? Á Íslandi þarf til að mynda að fara í sóttkví við komuna til landsins. Í boði er 14 daga sóttkví sem hægt er að stytta um 5-6 daga ef farið er í sýnatöku við upphaf og lok sóttkvíar.
Erum við eða einhver í okkar nána tengslaneti í áhættuhópi?
Er smithættan á þínu búsetusvæði eða á svæðinu sem þú ætlar að ferðast til, mikil eða að aukast? 
Hvernig höfum við og þau sem við ætlum að heimsækja hagað samskiptum við aðra í tvær vikur fram að brottför? Hafa átt sér stað náin samskipti við aðra en heimilisfólk?
Verður erfitt að halda nálægðarmörkin á meðan ferðalagi stendur (flug, rúta og/eða bátur).
Er samferðafólk okkar aðrir en heimilisfólkið? 

Í ferðalaginu

Notum grímu á meðan á ferðalaginu stendur
Forðumst að snerta grímuna, augu, nef og munn
Höldum fjarlægð frá öðru fólki
Þvoum okkur oft um hendur og/eða notum handspritt

Koma til landsins

Fólk sem kemur til Íslands þarf að fara í sóttkví og gera þarf ráðstafanir í tengslum við það. Síðasti dagur til að koma heim til Íslands og vera laus úr sóttkví fyrir jól er 18.desember.
Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að koma með út á flugvöll.

Rekstraraðilar og fyrirtæki

Tryggja þarf að skilaboð um gildandi reglur og leiðbeiningar á Íslandi, sé komið til starfsmanna fyrirtækja þá sérstaklega farandverkamanna og þeirra sem eru af erlendum uppruna.
Huga þarf vel að þrifum á samkvæmt verklagsreglum um þrif á COVID-19 tímum.
Upplýsingar og leiðbeiningaskilti um persónubundnar einstaklingsbundnar smitvarnir séu sýnileg einstaklingum á áberandi stöðum.
Tryggja skal nálægðarmörk á milli ótengdra aðila.

Líkt og á öðrum tímum þurfum við að huga að persónulegum sóttvörnum

Þvoum hendur reglulega
Virðum nálægðarmörkin
Loftum reglulega út
Notum andlitsgrímur þegar við á
Þrífum snertifleti reglulega

Áríðandi er að við verndum viðkvæma hópa og verndum þá yfir hátíðarnar.

Gleðilega hátíð!

Nú stendur yfir bólusetning gegn COVID-19 á fólki í hópum 7, 8, 9 og 10. Í vikunni 14.-20. júní verða tæplega 40 þúsund einstaklingar bólusettir hér á landi með fjórum tegundum bóluefna. Samtals fá um 18 þúsund bóluefni Pfizer, þar af fá 10 þúsund fyrri bólusetninguna en 8 þúsund seinni bólusetningu. Einnig fá um 13.500 bóluefni Janssen og 2.600 seinni bólusetningu með AstraZeneca. Auk þess fá 5.500 einstaklingar bóluefni Moderna, þar af 1.400 fyrri bólusetninguna.

Ef þú býrð eða starfar á Íslandi áttu rétt á bólusetningu við COVID-19.

Dreifing bóluefna og skipulag bólusetningar er undir stjórn sóttvarnalæknis en framkvæmdin í höndum heilsugæslunnar og heilbrigðisstofnana um allt land.

Bólusetning er og verður gjaldfrjáls og engin verða skylduð í bólusetningu.

Þau bóluefni sem notuð eru hér á landi við COVID-19 eru örugg og veita bestu mögulegu vernd gegn sjúkdómnum. Markmið bólusetningar við COVID-19 er að vernda fólk fyrir sjúkdómnum og ná upp hjarðónæmi sem hindrar útbreiðslu faraldursins.

Boð um bólusetningu koma í SMS-skilaboðum þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Mikilvægt er að hafa símanúmer skráð í sjúkraskrá til að boðin berist. Fólk getur sjálft skráð símanúmer sitt á Heilsuvera.is.

Bólusetningarskírteini er aðgengilegt á mínum síðum á heilsuvera.is einni viku eftir að fullri bólusetningu er lokið.

Opnir dagar í bólusetningu verða auglýstir síðar og þá geta þau mætt sem ekki hafa fengið boðun eftir öðrum leiðum.

Í Kastljósi þann 27. apríl 2021 síðastliðinn fjallaði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir barnasmitsjúkdómalæknir um bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi og svaraði ýmsum spurningum varðandi framkvæmdina og öryggi bóluefnis. Hér má sjá viðtalið við Kamillu.

Spurt og svarað vegna bólusetningar gegn COVID-19

Algengar spurningar um fyrirkomulag bólusetninga á vef Heilsugæslunnar.
Algengar spurningar og svör um bólusetningu gegn COVID-19 á vef Embætti Landlæknis.
Algengar spurningar og svör um bóluefni og lyf við COVID-19 á vef Lyfjastofnunar.
Hér er hægt að lesa allt um bólusetningar á auðlesanlegu máli. Texti frá Þroskahjálp.

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 15. júní og gildir til og með 29. júní 2021.

Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.

Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2015 eða síðar.

Um skólastarf gildir sama reglugerð.  

Fjöldi, nálægðarmörk, grímunotkun

Fjöldatakmörkun

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 300 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými.
Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2015 eða síðar. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2005 og síðar.
Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.

Nálægðarmörk

Á öllum vinnustöðum og í annarri starfsemi þarf að tryggja 1 meters nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Grímunotkun

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 1 meters nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.
Andlitsgrímur skal nota þar sem húsnæði er illa loftræst og  þar sem ekki er unnt að tryggja 1 meters nálægðartakmörkun. Það á við um heilbrigðisþjónustu, innanlandsflug og -ferjur, almenningssamgöngur, leigubifreiðar og hópbifreiðar, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.
Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun. Jafnframt eru þeir undanþegnir grímuskyldu sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu

Viðburðir þar sem gestir sitja:

Heimilt er að falla frá nálægðarmörkum að því gefnu að allir gestir beri andlitsgrimu. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin grímuskyldu. Þátttaka allra gesta skal skráð á númeruð sæti þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Varðveita skal skráninguna í tvær vikur. Koma skal í veg fyrir blöndun milli hólfa, m.a. fyrir og að loknum viðburði.

Lyfja- og matvöruverslanir og aðrar verslanir mega taka á móti fimm manns á hverja 10 m² og tryggja skal að minnsta kosti 1 meter á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.

Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild til að hafa allt að 300 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum. Heimilt er að taka á móti allt að 300 sitjandi gestum án nálægðartakmarkana og er þeim skylt að nota andlitsgrímu. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Heimilt er að selja eða bjóða veitingar í hléi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki talin með.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 24 alla daga vikunnar með að hámarki 300 gesti í rými og 1 meters nálægðarmörkum. Allir gestir skulu skráðir á nafn, kennitölu og símanúmer. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 1.

Skemmtistaðir og krár mega hafa opið til kl. 24 alla daga vikunnar með að hámarki 300 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir skulu skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 1.

Spilakassar og spilasalir mega hafa opið til kl. 24 alla daga vikunnar með að hámarki 300 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 1.

Sundstaðir eru opnir fyrir leyfilegan  hámarksfjölda.

Heilsu- og líkamsræktarstöðvar eru opnar fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta, en þó mega ekki vera fleiri en 300 manns í hverju rými og 1 meters nálægðarmörk virt. Viðskiptavinir skulu skráðir fyrirfram og sótthreinsa skal búnað á milli notenda.

Tjaldstæðum er heimilt að taka á móti  leyfilegum hámarksfjölda. Gætt verði að 1 meters nándarreglu og grímuskylda ef ekki verður hægt að tryggja hana. Um veitingasölu á tjaldsvæðum gilda sömu reglur og um veitingasölu almennt.

Íþróttastarf á vegum ÍSÍ

Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, eru heimilar. Gætt skal að sóttvörnum og sameiginleg áhöld sótthreinsuð eftir notkun og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað út reglulega. Sérsambönd innan ÍSÍ gefa út leiðbeiningar vegna COVID-19.

Íþróttakeppnir barna og fullorðinna eru heimilar og leyfilegt að taka á móti allt að 300 sitjandi gestum og er þeim skylt að nota andlitsgrímu. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn, kennitölu og símanúmer.

Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.

Vinnustaðir,  opinberar byggingar og þjónusta

Tryggja þarf 1 meters nálægðarmörk milli einstaklinga í sama rými og viðeigandi hámarksfjölda. Enginn samgangur má vera á milli rýma.

Sóttvarnir

Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.

Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.

Minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum.

Spurt og svarað

Algengum spurningum um faraldurinn, smitleiðir, sóttkví, einangrun og bólusetningar svarað.


Heimilt er að sekta vegna brota á sóttvarnareglum

Sektarákvæði vegna brota sem tengjast samkomutakmörkunum, nálægðartakmörkun, sóttkví og vegna einangrunar.

Grímur eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir, og nauðsynlegar þar sem erfitt er að virða fjarlægðarmörk. Munum að þær koma ekki í stað handþvottar  og annarra sóttvarna.

Það er nauðsynlegt að nota grímuna rétt, annars gerir hún ekkert gagn og veitir falskt öryggi.

Gríman þarf að hylja bæði munn og nef til að stöðva dropasmit.

Einnota gríma dugar í þrjá til fjóra tíma, eða þar til hún er orðin rakamettuð. Þá þarf að henda henni og setja upp nýja. Margnota grímur þarf að þvo minnst daglega.

Það er mikilvægt að snerta grímurnar sem minnst og þvo hendur eða sótthreinsa eftir snertingu.

Þannig koma grímurnar að mestu gagni.

Á öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, s.s. kennslu, fyrirlestrum og kirkjuathöfnum þarf að tryggja 2 metra nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Andlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og í annarri þjónustu. Einnig skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun, svo sem í heilbrigðisþjónustu, leigubifreiðum og hópbifreiðum. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.


Við erum öll almannavarnir

Smitrakning er samfélagsmál

Smáforritið Rakning C-19 er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi vegna Covid-19 og getur hjálpað til við að hindra útbreiðslu veirunnar.

Því fleiri sem sækja appið, því betra, og því meiri líkur á að tilkynningar berist til þeirra sem eru útsettir fyrir smiti. Appið er bæði fyrir Android og iOS tæki og er opið öllum.

Vertu sterkur hlekkur í keðjunni.

Við erum öll almannavarnir

Hvernig virkar appið fyrir þig?

Þegar þú setur appið inn á símann þinn, þá ertu beðin(n) um að kveikja á tilkynningum um hugsanlegt smit. Einnig stendur til boða að skrá símanúmer og þá getur þú fengið tilkynningar um neikvæðar niðurstöður vegna skimana á landamærum.

Eftir að appið hefur verið sett upp þá vinnur það í bakgrunni og skiptist á handahófskendum og ópersónugreinanlegum lyklum við aðra nálæga síma sem eru með appið. Einnig sækir appið reglulega á vefþjón, upplýsingar um smit, frá öðrum notendum appsins sem hafa greinst með Covid 19. Þetta er gert til þess að hægt sé að láta vita ef möguleg útsetning er fyrir smiti.  

Þessi gögn eru aðeins vistuð í símanum sjálfum og engum aðgengileg nema appinu sjálfu til þess að bera saman auðkennin og þau eru aðeins geymd í 14 daga.

Ef þú greinist með Covid-19, getur rakningateymi Almannavarna óskað eftir því að þú sendir ópersónugreinanlegu auðkennin yfir í gagnagrunn rakningarteymisins svo hægt sé að vara aðra við hugsanlegri útsetningu fyrir smiti. Þeir geta þá gert viðeigandi ráðstafanir. Ef þú færð tilkynningu um hugsanlega útsetningu fyrir smiti leiðbeinir appið um skráningu í sóttkví og útvegar strikamerki fyrir sýnatöku. Þar þarf að skrá sig inn með símanúmeri og fylla út viðeigandi reiti.

Það er háð þínu samþykki að bregðast við tilkynningu um smit. Rakningarteymið veit ekki hverjir fá tilkynningu.

Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki með einkenni. Einangrun á við sjúklinga með einkenni smitandi sjúkdóms.

Þú ferð í sóttkví ef:

Þú hefur umgengist einhvern sem reyndist smitaður.
Einhver á heimilinu þar sem þú dvelur fer í sóttkví og þú getur ekki farið af heimilinu.
Barn í þinni umsjá fer í sóttkví.
Þú kemur frá áhættusvæðum erlendis.

Þú ferð ekki í sóttkví ef:

Þú hefur umgengist einhvern sem var síðar sendur í sóttkví.
Ef nágranni þinn smitast (til dæmis í sama stigagangi), nema þið hafið verið í samskiptum.
Þú kemur frá áhættusvæði en ert með bóluefni. Þú þarft þó að vera í sóttkví þar til neikvæð niðustaða kemur úr skimun á landamærum.
Þú kemur frá áhættusvæði en ert með vottorð um fyrri sýkingu COVID-19. Þú þarft þó að vera í sóttkví þar til neikvæð niðustaða kemur úr skimun á landamærum.
Þú kemur frá landi sem ekki er skilgreint áhættusvæði (Grænlandi).

Sóttkví í heimahúsi

Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi. Sóttkvíarstaður þarf að vera fullnægjandi til sóttkvíar og þau sem eru í sóttkví þurfa að dvelja þar allan tímann sem sóttkví varir.

Í sóttkví

Fari einn heimilismaður í sóttkví verða allir sem á heimilinu dvelja að fara í sóttkví. Aðrir heimilismenn skulu ekki vera á heimilinu. Geti fólk ekki eða vilji ekki fara af heimilinu þarf það að vera í sóttkví líka. Skráning þess í sóttkví er á Mínum síðum á heilsuveru.is.
Umgengni við annað fólk er óheimil. Þess vegna þurfa þau sem eru í sóttkví að fá aðstoð við aðföng o.þ.h.
Ef heimilið er í sóttkví geta vinir eða ættingjar sinnt aðföngum og skilið eftir við útidyr en eiga ekki að hafa bein samskipti við aðila í sóttkví.
Ef heimsending matvæla og annarra nauðsynja er í boði á svæðinu er hægt að nýta þá þjónustu á meðan sóttkví stendur. Sá sem er í sóttkví ætti að taka fram að um sóttkví sé að ræða og varning ætti að skilja eftir við útidyr.
Ef einstaklingur í sóttkví fær einkenni COVID-19 sýkingar ber honum að fara tafarlaust í sýnatöku (nota má einkabíl eða leigubíl og taka skal fram að hann sé í sóttkví).

Ítarlegri leiðbeiningar um sóttkví í heimahúsi.

Húsnæði sem notað er fyrir sóttkví þarf m.a. að uppfylla eftirfarandi:

Einstaklingsherbergi eða einnar fjölskyldu einingar.
Sér salerni fyrir hvert herbergi/einingu.
Til staðar þarf að vera rúm/dýna fyrir hvern einstakling eða þeir koma með slíkt með sér. Fjölskyldueining þarf að vera nægilega stór til að a.m.k. 1 metri geti verið á milli rúmstæða.
Sér aðstaða til að elda/neyta matar.
Ekki mega aðrir dvelja í sömu einingu/íbúð/herbergi nema þeir hinir sömu undirgangist sömu sóttkvíarreglur.

Þeir sem ekki geta dvalist í húsnæði sem uppfyllir ofangreindar kröfur þurfa að dvelja í sóttvarnarhúsi í sinni sóttkví. Þó má dvelja eina nótt nærri landamærastöð á viðeigandi sóttkvíarstað áður en haldið er á endanlegan dvalarstað eftir komuna til landsins. Ekki  má fara á milli gististaða eða landshluta að óþörfu og mikilvægt að tilkynna slíkt til almannavarna, t.d. á netspjalli covid.is.

Börn í sóttkví

Það er mörgum erfitt að vera stíað frá vinum og ættingjum vegna sóttkvíar. Það er enn erfiðara fyrir börn, sérstaklega ung börn, sem ekki skilja vel tilganginn með þessum ráðstöfunum. Til eru leiðbeiningar og tillögur til forráðamanna barna um dægradvöl í sóttkví og hvernig hægt sé að útskýra sóttkví fyrir börnum. Jafnframt hafa verið gerðar leiðbeiningar til forráðamanna barna með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví.

Staðfesting/vottorð um sóttkví

Einstaklingar þurfa að vera skráðir í sóttkví til að hægt sé að gefa út staðfestingu/vottorð um slíkt. Þeir hafa þá annað hvort farið í sóttkví vegna ferðalaga eða hafa verið skráðir í sóttkví af heilsugæslunni eða rakningateymi samkvæmt fyrirskipun sóttvarnalæknis. Gert hefur verið myndband um hvernig sótt er um vottorð inni á heilsuveru.is Þeir sem þurfa að vera í sóttkví geta farið inn á heilsuveru.is og fengið vottorð. Þau eru án endurgjalds. Skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.

Hægt er að fá vottorð vegna fjarvista frá vinnu vegna:

Sóttkví vegna nándar við tilfelli, sóttkví fyrirskipuð af smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og almannavarna.
Barns sem er skipað í sóttkví, foreldrar fá vottorð vegna barns.
Sjálfskráð sóttkví vegna aðila í sóttkví á heimili og aðskilnaður ekki mögulegur. ATH. Veitir mögulega ekki rétt til bóta vegna vinnutaps.

Vinnusóttkví

Líkt og verið hefur getur sóttvarnalæknir heimilað einstaklingum, einum eða fleiri saman, sem skylt er að fara í sóttkví og eru komnir hingað til lands til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkí er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan sóttkví stendur. Ákvæði um fyrirkomulag vinnusóttkvíar eru óbreytt.

Úrvinnslusóttkví

Úrvinnslusóttkví er sóttkví sem stendur yfir á meðan unnið er að smitrakningu. Þá fylgir þú þeim leiðbeiningum sem gilda um sóttkví þar til vitað er hvort þú þurfir að fara í sóttkví. Stundum ákveða fyrirtæki eða stofnanir sjálf að senda einstaklinga heim ef smit kemur upp á meðan verið er að meta aðstæður en stundum er það gert að tilmælum rakningateymis. Ekki er gefið út vottorð vegna fjarvista frá vinnu í úrvinnslusóttkví.

Ef aðrir á heimilinu fara í sóttkví en ekki þú

Ef einhver á heimilinu hefur verið útsett/ur fyrir smiti og fer í sóttkví heima en ekki þú, er mikilvægt að þú sért ekki á sama stað. Ef þú vilt ekki eða getur ekki farið af heimilinu þarft þú einnig að fara í sóttkví og fylgja öllum sóttkvíarreglum þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku fæst og allir á heimilinu eru lausir úr sóttkví.

Í sóttkví má:

Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar
Nota flugrútu, einkabíl og leigubíl í ferð frá flugvelli
Fara til læknis en hringja fyrst

Í sóttkví má ekki:

Umgangast annað fólk
Vera í fjölmenni
Nota strætó, innanlandsflug og almenningssamgöngur
Fara í bíltúr
Fara í búðir eða á veitingastað
Búa í húsbíl/tjaldvagni
Dvelja á farfuglaheimili
Fara á ferðamannastaði
Fara á gosstöðvarnar

Reglur um sóttkví við komuna til landsins:

Allir eiga að fara í sóttkví en farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu þurfa einungis að vera í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða fæst úr sýnatökunni á landamærunum.

Þau sem ekki framvísa vottorði á landamærunum þurfa að halda fimm daga sóttkví og fara í aðra sýnatöku við lok hennar.

Farþegum frá öðrum löndum er heimilt að vera í heimasóttkví að því gefnu að húsnæðið uppfylli ákveðin skilyrði.

Skipting í sóttvarnarými

Uppskipting í sóttvarnarými er sóttvarnaráðstöfun og ein af leiðunum til að takmarka útbreiðslu á COVID-19 á Íslandi. Gefnar hafa verið út Leiðbeiningar um rými utanhúss og innandyra og eiga þær við um alla hólfaskiptingu utanhúss og innandyra. Helstu reglur um skiptingu í sóttvarnarými eru:

Fjöldatakmörkun á samkomum fer eftir ákvörðun yfirvalda hverju sinni.
Fylgja þarf 2 metra nándarreglu á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.
Enginn samgangur (blöndun) á að vera á milli hólfa.

Um öll svæði gildir að gestir eiga ekki að koma inn á svæði ef þeir:

Eru í sóttkví.
Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
Eru með einkenni um COVID-19 (hósta, hita, hálssærindi, kvefeinkenni, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).

Eftirlit

Allir sem eru í sóttkví og ekki á sóttkvíarhóteli fá að minnsta kosti eitt símtal frá eftirlitsteymi sóttvarnalæknis og Almannavarna. Markmiðið er að allir fái kynningu og leiðbeiningar um þær reglur sem gilda. Þau sem þurfa á frekari stuðningi að halda fá frekari stuðning og eftirfylgni. Eftir atvikum er lögregla upplýst um möguleg brot á sóttvarnalögum. Símanúmer eftirlitsteymis er4442504.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Helstu einkenni COVID-19

Helstu einkenni COVID-19 sýkingar minna á venjulega flensu: hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Meltingareinkenni (kviðverkir,ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt. Breytingu, eða tapi á bragð- og lyktarskyni er lýst hjá 20–30% sjúklinga.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum

Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti. Gert hefur verið myndband sem útskýrir mikilvægi handþvottar sem hluta af sóttvörnum, lengri útgáfa og styttri útgáfa.
Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslukort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðarhúna. Á vef landlæknis eru góðar upplýsingar um hvernig gæta má varúðar gegn sýkingum.
Forðastu að bera hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
Þrífðu oftar fleti sem eru mikið notaðir.
Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa sem ekki fela í sér snertingu. Sóttvarnalæknir hefur gefið út útskýringar á 2 metra nándarreglunni.

Ef þú ert eldri borgari eða með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma er ráðlagt að halda sig fjarri mannamótum og fjöldasamkomum.

Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímum. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri og að rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu. Jafnframt gerir einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, ekkert gagn og getur einnig aukið sýkingarhættu. Hlífðargríma, sem hylur ekki bæði nef og munn eða er höfð á enni eða undir höku, gerir heldur ekkert gagn.

Forðastu að umgangast fólk sem er með einkenni sem minna á flensu.

Ef þig grunar að þú sért með smit

Haltu þig heima og hafðu samband í síma við heilsugæsluna þína, Læknavaktina í síma 1700 eða í gegn um netspjall á heilsuvera.is. Heilbrigðisstarfsfólk verður þar til svara og ráðleggur þér um næstu skref.

Það er mjög mikilvægt að þú farir ekki í eigin persónu á læknavakt eða heilsugæslu.

Ef þú greinist með COVID-19, getur smáforritið Rakning C-19 hjálpað til við að rifja upp ferðir þínar þegar upp kemur smit eða grunur um smit. Appið er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi hér á landi vegna COVID-19.

Ef þig grunar að einhver í þínu nærumhverfi sé smitaður/smituð

Gættu þess að eiga ekki í nánu samneyti við viðkomandi. Ráðlegðu viðkomandi að hafa samband við heilsugæsluna, 1700 eða Heilsuveru.is og ræða einkenni sín og fá ráð um hvernig best er að bregðast við.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Veggspjald LMN 

Hér getur þú lesið meira um forritið og persónuvernd.

App storeGoogle play

Leiðbeiningar um uppsetningu

Ef þú færð beiðni frá rakningarteymi

Hvernig virkar appið fyrir þig?

Þegar þú setur appið inn á símann þinn, þá ertu beðin(n) um að kveikja á tilkynningum um hugsanlegt smit. Einnig stendur til boða að skrá símanúmer og þá getur þú fengið tilkynningar um neikvæðar niðurstöður vegna skimana á landamærum.

Eftir að appið hefur verið sett upp þá vinnur það í bakgrunni og skiptist á handahófskendum og ópersónugreinanlegum lyklum við aðra nálæga síma sem eru með appið. Einnig sækir appið reglulega á vefþjón, upplýsingar um smit, frá öðrum notendum appsins sem hafa greinst með Covid 19. Þetta er gert til þess að hægt sé að láta vita ef möguleg útsetning er fyrir smiti.  

Þessi gögn eru aðeins vistuð í símanum sjálfum og engum aðgengileg nema appinu sjálfu til þess að bera saman auðkennin og þau eru aðeins geymd í 14 daga.

Ef þú greinist með Covid-19, getur rakningateymi Almannavarna óskað eftir því að þú sendir ópersónugreinanlegu auðkennin yfir í gagnagrunn rakningarteymisins svo hægt sé að vara aðra við hugsanlegri útsetningu fyrir smiti. Þeir geta þá gert viðeigandi ráðstafanir. Ef þú færð tilkynningu um hugsanlega útsetningu fyrir smiti leiðbeinir appið um skráningu í sóttkví og útvegar strikamerki fyrir sýnatöku. Þar þarf að skrá sig inn með símanúmeri og fylla út viðeigandi reiti.

Það er háð þínu samþykki að bregðast við tilkynningu um smit. Rakningarteymið veit ekki hverjir fá tilkynningu.

Til baka á forsíðu

Tilkynna brot