Andleg líðan

Víða má fá aðstoð ef líðan versnar og almenn ráð duga ekki. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar í heilbrigðiskerfinu og þar er boðið upp á ýmsa góða þjónustu og bjargráð.

Aðstoð félagasamtaka

Hugarafl

Hugarafl er starfrækt fyrir alla þá sem hafa gengið í gegnum andlegar áskoranir og aðstandendur þeirra.

Hugarafl heldur úti öflugri dagskrá og þjónustu í gegnum fjarfundarbúnað. Á hverjum föstudegi kl.11:00 er boðið uppá opið streymi í gegnum facebooksíðu samtakanna. Þar fer fram opið samtal um líðan í núverandi aðstæðum og bjargráð.

Bergið

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

Geðhjálp eru samtök notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu.

Sorgarmiðstöðin sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra.

Gagnleg bjargráð í sorg
Hér er að finna dagskrá Sorgarmiðstöðvar.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Netspjall netkirkju er vettvangur á vegum þjóðkirkjunnar þar sem fólk getur átt samtal í trúnaði við prest eða djákna. Fólk getur sagt frá líðan sinni, kringumstæðum og fengið samtal, stuðning og aðstoð.

Hlutverkasetur – Virknimiðstöð í Reykjavík

Hlutverkasetur býður upp á hópastarf til þess að sporna við félagslegri einangrun og vanvirkni. Markmið verkefna, fræðslu og umræða er að styðja notendur til sjálfstæðis, komast út á almennan vinnumarkað, hefja nám eða auka lífsgæði.

Klúbburinn Geysir – Klúbbur í Reykjavík

Starf Geysis gengur út á að sporna gegn einangrun og vanvirkni og einnig að aðstoða fólk við að komast í reynsluráðningu.

Vin – Athvarf í Reykjavík

Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur sem er opið alla virka daga. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.

Lækur – Athvarf í Hafnarfirði

Lækur athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Markmið starfsins í Læk er að draga úr félagslegri einangrun og styrkja andlega og líkamlega heilsu.

Dvöl - Athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavog

Í Dvöl koma gestir á eigin forsendum eða með stuðningi annarra til að njóta samveru við gesti og starfsmenn. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gesta.

Norðurland

Laut – Athvarf á Akureyri

Markmið Lautar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða.

Grófin - Geðverndarmiðstöð á Akureyri

Grófin býður upp á hópastarf og fræðslu fyrir þátttakendur í Grófinni og aðstandendur þeirra auk þess að vinna að forvörnum.

Suðurnes

Björgin - Geðræktarmiðstöð á Suðurnesjum

Björgin er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Ásheimar – Mann- og geðrækt á Egilsstöðum

Í Ásheimum er unnið gegn félagslegri einangrun og skapaðar aðstæður fyrir fólk til að byggja sig upp andlega.

Vesturland

HVER – Endurhæfingarhús á Akranesi

Endurhæfingarhúsið Hver er ætlað fyrir öryrkja og einstaklinga sem hafa misst vinnu vegna veikinda, slysa eða  falla.

Suðurland

Klúbburinn Strókur – Selfoss

Tilgangur Stróks er að auka tengsl fólks með geðraskanir við samfélagið. Hjá Strók fær hver og einn faglegan stuðning og klúbbmeðlimir veita hvor öðrum jákvæðan félagsskap.

Fjölskyldusvið Árborgar:  Þjónustuborð tekur við beiðni um samtal við ráðgjafa í síma 480 1900

Velferðarþjónusta Árnesþings:  Tekið er við óskum um samtal við ráðgjafa í eftirfarandi númerum:                Hveragerði: 483 4000                
Uppsveitir og Flói: 480 1180                
Ölfus:  480 3800
Heilsugæslan: 432 2000
Kirkjan: samtal við presta sem sinna sálgæslu Guðbjörg Arnardóttir
Selfossprestakall 865 4444, Gunnar Jóhannesson
Selfossprestakall 892 9115, Arnaldur Bárðarson
Eyrarbakkaprestakall 766 8344, Axel Árnason
Njarðvík hérðasprestur 898 2935, Ninna Sif Svavarsdóttir
Hveragerðisprestakall 849 1321, Sigríður Munda Jónsdóttir
Þorlákshafnarprestakall 894 1507Óskar H. Óskarsson
Hrunaprestakall 856 1572, Egill Hallgrímsson Skálholtsprestakall 894 6009.

Rauði krossinn: 1717 (opið allan sólarhringinn)
Upplýsingar um þjónustu Rauða krossins í Árnessýslu: 892 1743  
Heimsóknavinur, símavinur eða gönguvinur Rauða krossins.
Lögreglan: 112
Tilkynningar til barnaverndar: 112

Til baka á forsíðu

Tilkynna brot